Plogg-In er kortlagningarkerfi fyrir plokkara, útivistarfólk og umhverfissinna
Gögn-In er kerfi sem safnar landfræðilegum rauntímagögnum, staðlar og bestar þau til notkunar í ýmsum umhverfistengdum verkefnum og rannsóknum
Snjalllausn sem bestar sorphirðu í borgum með hjálp rauntímagagna
Tæknileiðtogi
Öryggisleiðtogi
Leiðandi og stofnandi
Hönnunarleiðtogi
Gæðaleiðtogi
Viðskiptaleiðtogi
Auk þúsunda umhverfissinna sem saman gera heiminn að betri stað
Grunnhugmynd fyrir Plogg-In varð til í Borgarhakki Reykjavíkurborgar 2018. Teymið komst í þriggja liða úrslit og hefur síðan þá unnið með Snjallborginni Reykjavík.
Stóri plokkdagurinn var haldinn 28. apríl 2019 og fékk plokkari.is yfir 1000 færslur þann dag. Svæðið sem var hreinsað er á stærð við Vestmannaeyjar (17.2 km2).
Gögn-In, verkefni vann Milljón tonna áskorun Viðskiptaráðs Íslands.
Gögn-In hlaut sigur úr býtum í Borgarhakki Reykjavíkurborgar 2019 með hugmynd að betri tímatöflu fyrir Strætó þar sem tekið var tillit til stundataflna allra skóla höfuðborgarsvæðisins.
Plogg-In hlaut þátttöku í samfélagshraðlinum Snjallræði 2019 þar sem teymið fékk leiðsögn sérfræðinga frá MIT-Design X auk annarra leiðbeinenda í að smíða viðskiptalíkan fyrir Plogg-In.
Teymið kynnti B-In og Plogg-In á Smart City Expo 2019 í Barcelona, sem er ein stærsta snjallborgarráðstefna í heimi.
Plogg-In var tilnefnt sem Sprotafyrirtæki ársins 2020 að mati Ský á UT messunni, í flokki með Genki Instruments og Emblu frá Miðeind.
Teymið fann leið til þess að minnka töluvert orkunotkun í GPS tækjum, með það að markmiði að gera GPS tæki fyrirferðaminni fyrir notkun á dýraeftirliti.
Teymið skrifaði undir 9 mánaða styktarsamning við Háskólan í Reykjavík fyrir plokkari.is. Samstarfið við HR/Þessi styrkur mun aðstoða teymið við að þróa góðan grunn fyrir vettvanginn sem hægt verður að byggja ofan á í framtíðinni.
Stofnandi og meðstjórnandi Crowberry Capital
Rektor Háskóla Íslands
Fyrrverandi verkefnastjóri Snjallborgar hjá Reykjavíkurborg
Deildarforseti tölvunarfræðideildar Háskólans í Reykjavík